Ríkisstjórn megi ekki vera kæfandi faðmlag

Forsætisráðherrann segir að lofta verði um pólitík í ríkisstjórnarsamstarfi.
Forsætisráðherrann segir að lofta verði um pólitík í ríkisstjórnarsamstarfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég skil vel að mönnum þyki freistandi að draga það fram sem einhvern veikleika stjórnarinnar en er þetta nokkuð annað en heilbrigð skoðanaskipti í lýðræðislegu samfélagi?,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um þær skeytasendingar sem gengið hafa á milli ráðherra stjórnarinnar að undanförnu.

Greint var frá því á laugardaginn að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra, telji frek­ari breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­gjöf­inni ekki vera for­gangs­mál í sín­um aug­um.

For­sæt­is­ráðherra hef­ur aft­ur á móti sagt út­lend­inga­mál vera for­gangs­­atriði rík­is­stjórn­ar­inn­ar og dóms­málaráðherra boðar nú nýtt út­lend­inga­frum­varp.

„Það verður aðeins að lofta um pólitík í ríkisstjórnarsamstarfi

Þá hafa Guðmundur Ingi og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, einnig deilt um vindorkumálin eftir að Orku­stofn­un af­greiddi virkj­un­ar­leyfi fyr­ir vindorku­verið Búr­fells­lund við Vaðöldu.

Spurður hvort óeining hafi myndast innan ríkisstjórnarinnar segir Bjarni að ríkisstjórn megi ekki vera kæfandi faðmlag.

„Það verður aðeins að lofta um pólitík í ríkisstjórnarsamstarfi. Menn verða að geta aðeins dregið fram skoðanamun og dregið það fram að það séu að skiptast á skoðanir þegar verið er að leiða mál til lykta. Mér finnst það vera heilbrigðara.“

Spyr þá Bjarni hvort frekar eigi ekki að dæma ríkisstjórnina af verkum hennar og hverju hún fær ágengt.

„Ef við tölum um vorþingið að þá kláruðum við öll stóru málin okkar og erum með önnur í farvegi. Þingið er framundan og við erum að undirbúa framlagningu stórra mála sem að verða til afgreiðslu á þessu þingi,“ segir Bjarni og bætir við að þegar litið verði til baka telji hann að ríkisstjórnin muni komast vel frá skoðun á því hverju hún hefur fengið áorkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert