Snarræði að þakka að ekki varð stórtjón

Slökkvistarf tók rúma klukkustund.
Slökkvistarf tók rúma klukkustund. Ljósmynd/Slökkvilið Fjallabyggðar

Slökkviliði Fjallabyggðar barst í dag tilkynning um að eldur væri laus í atvinnuhúsnæði við Norðurgötu á Siglufirði en í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins segir að ljóst sé að snarræði starfsmanna fyrirtækisins og slökkviliðs hafi komið í veg fyrir að stórtjón yrði.

Í færslunni segir að slökkvistarf hafi tekið rúma klukkustund en að öryggisvakt hafi verið sett á húsið nokkru lengur.

Þá kemur fram að rannsóknin sé á forræði Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem reynir að varpa ljósi á upptök brunans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert