Innan skamms verður heitu vatni hleypt rólega á ný á Hólmsheiði og Almannadal.
Veitur greina frá þessu og taka fram að það gæti tekið fram að kvöldmat að ná fullum þrýstingi á svæðinu.
Vegna tengingar á nýrri flutningsæð hitaveitu suðuræðar 2 var lokað fyrir heita vatnið á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í gærkvöld.
Áætlun fyrir önnur hverfi er óbreytt.
Þá er ítrekað að mikilvægt sé að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir slys og tjón þegar vatnið kemur á aftur.