Samkvæmt nýjustu uppfærslu inni á veitur.is er unnið hörðum höndum við tengingar Suðuræða og áætlað að vinnu ljúki um miðnætti. Þá verður heita vatninu hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin.
Heita vatnið ætti að byrja að renna hægt og bítandi inn í öll hverfin á sama tíma. Það getur tekið nokkrar klukkustundir að ná upp þrýstingi inn á heimilin.
Íbúar í neðri hlíðum fá þrýsting fyrr en þeir sem ofar búa. Þar stjórnar landslagið ferðinni.
Áætlað er að í fyrramálið byrji vatnið að renna í hverfunum og gangi áætlanir upp verði kominn fullur þrýstingur á hádegi. Bent er á að áætlanir geti breyst og verður tilkynnt um það á heimasíðu Veitna, veitur.is, undir rauða borðanum.