Björgunarsveitir bíða átekta

Vatns­rennslið í Skaftá hef­ur auk­ist ró­lega í nótt. Mynd úr …
Vatns­rennslið í Skaftá hef­ur auk­ist ró­lega í nótt. Mynd úr safni. Eggert Jóhannesson

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir engar ráðstafanir hafa gert enn sem komið er í tengslum við mögulegt Skaftárhlaup. 

Vatns­rennslið í Skaftá hef­ur auk­ist ró­lega í nótt en ýmislegt bendir til að Skaftárhlaup sé í uppsiglingu.

Gögn gefa mögu­lega til kynna að upp­tök hlaups­ins séu í Vest­ari-Skaft­ár­katli. Síðast hljóp úr katl­in­um í sept­em­ber 2021 en hlaup­in úr vest­ari katl­in­um eru að jafnaði minni en hlaup­in úr þeim eystri.

„Við bara fylgjumst með áfram og ef lögregla eða almannavarnir óska eftir aðkomu björgunarsveita á þessu svæði þá náttúrulega verðum við, við því.“

Minnst þrjár björgunarsveitir, Kyndill, Stjarnan og Víkverji, séu nálægt svæðinu sem gætu stokkið til ef til þess kæmi.

„Við bara bíðum átekta og erum að sjálfsögðu reiðubúin eins og alltaf.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert