„Engin ástæða til að leiða þetta hjá sér“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:24
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:24
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir óvenju­lega jarðskjálfta­virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu á Snæ­fellsnesi, ekki boða nein­ar stór­ar ham­far­ir. Eld­stöðinni megi þó ekki gleyma og full ástæða sé til að fylgj­ast með.

„Þetta sem er gangi þarna – það eru eng­ar ham­far­ir, þetta eru litl­ir skjálft­ar. Og þetta boðar ekki held­ur nein­ar ham­far­ir, þessi litlu snyrti­legu gos þarna á þessu eld­stöðva­kerfi eru ekki lík­leg til að valda neinu veru­legu tjóni, jafn­vel þó að gos verði. Þetta yrðu túristagos, fal­leg á að horfa, ef maður er hæfi­lega langt frá þeim. Og standa hæfi­lega lengi,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „En þetta er at­hygl­is­vert og eng­in ástæða til að leiða þetta hjá sér, það er sem sé full ástæða til að taka eft­ir þessu og fylgj­ast með.“

Þá seg­ir hann að líf í þessu eld­stöðva­kerfi ekki gefa ástæðu til þess að vakta Snæ­fells­jök­ul bet­ur. Þar sé nú þegar mæli­kerfi sem mun greina ef ein­hverj­ar breyt­ing­ar verða í hegðun eld­stöðvar­inn­ar. Næg­ur tími muni gef­ast til að bregðast við.

Viðtalið í Pál má horfa á í heild sinni í Dag­mál­um í dag og lesa í Morg­un­blaðinu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert