Fjöllin farin að grána

Það var dulúðug fjallasýn sem blasti við heimamönnum á Fáskrúðsfirði …
Það var dulúðug fjallasýn sem blasti við heimamönnum á Fáskrúðsfirði í dag. mbl.is/Albert Kemp

Íbúar á Fáskrúðsfirði fengu glaðning frá veðurguðunum - öðru nafni veturguðunum - í dag, en þá tóku fjöllin að grána, nú um miðbik ágústmánaðar. 

Þetta er óvenjusnemmt segja heimamenn miðað við að árstíðin sem nú er kallast ennþá sumar. Þó eflaust nokkuð í takt við tíðarfarið sem hefur hrellt margan Íslendinginn síðastliðna mánuði.

Má jafnvel kalla þetta rúsínuna í pylsuenda sumarsins. 

Ágúst rétt rúmlega hálfnaður og á þá að reima á …
Ágúst rétt rúmlega hálfnaður og á þá að reima á sig kuldaskóna? mbl.is/Albert Kemp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert