Flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýri

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir að flugvöllurinn í Vatnsmýri sé ekki á förum og að ekki verði teknar ákvarðanir sem skerði rekstraröryggi hans.

Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spursmála þar sem skipulagsmál í Reykjavík ber á góma. 

Orðaskiptin sem Einar á við þáttarstjórnanda um flugvöllinn má sjá í spilaranum hér að ofan en einnig í textanum hér að neðan.

Hvassahraunið enn til rannsóknar

„Að sjálfsögðu. Hann gegnir lykilhlutverki í innanlandssamgöngum, flugsamgöngum og sjúkraflugshlutverkið er afar mikilvægt. Þannig að hann verður þarna á meðan það er ekki annar völlur sem tekur við hans hlutverki. Sú vinna er í ákveðnu uppnámi vegna þessum jarðhræringum þarna og Hvassahraunið er í einhverjum rannsóknum ennþá og svo kemur einhver skýrsla. Og þá þarf að taka einhverja ákvörðun, á að fara að setja peninga í það að byggja þarna með þeim áhættum og vega þetta og meta. Ég er bara þeirrar skoðunar að borg og flugvöllur geti átt samleið meðan þetta er svona. Það stöðvar ekki uppbyggingu í kringum hann því við erum búin að greina þetta allt saman mjög vel og við tökum ekki ákvarðanir sem skerða rekstraröryggi flugvallarins“ segir Einar.

Einnig tilfinningamál

Og hann bætir við:

„Og ég á í fínu samtali við ISAVIA um þessi mál og hef reyndar teygt mig aðeins til flugsamfélagsins líka því maður þarf að skilja hvernig fólki líður. Þetta er líka tilfinningamál og identitets-mál að hafa flugvöll í Reykjavík og flugsamfélagið á Íslandi er bara mjög merkilegt samfélag, við erum eyja og höfum reitt okkur á flug um áratuga skeið.“

Viðtalið við Einar má sjá og heyra í heild sinni hér fyrir neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert