Frambjóðendum gert að skila uppgjöri

Frambjóðendur til embætti forseta Íslands hafa tæpar tvær vikur til …
Frambjóðendur til embætti forseta Íslands hafa tæpar tvær vikur til að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar.

Rík­is­end­ur­skoðun vek­ur at­hygli á að fram­bjóðend­ur til embætt­is for­seta Íslands skuli skila sér­stöku fjár­hags­legu upp­gjöri eigi síðar en 2. sept­em­ber næst­kom­andi.

Fram­bjóðend­ur skuli skila Rík­is­end­ur­skoðun upp­gjör­inu eða eft­ir at­vik­um yf­ir­lýs­ingu um kosn­inga­bar­áttu sína eigi síðar en þrem­ur mánuðum frá því að per­sónu­kjörið fór fram. 

Bæði upp­gjöri og yf­ir­lýs­ingu er hægt að skila sta­f­rænt á vefsíðu Ísland.is.

Velja þarf „For­seta­kosn­ing­ar 2024“ úr felli­lista og hvort að heild­ar­tekj­ur eða gjöld hafi verið um­fram 550 þúsund eða ekki. Sé fram­bjóðandi ekki um­fram þau fjár­hæðarmörk út­býr kerfið sjálf­krafa yf­ir­lýs­ingu sem er hann und­ir­rit­ar ra­f­rænt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka