Frambjóðendum gert að skila uppgjöri

Frambjóðendur til embætti forseta Íslands hafa tæpar tvær vikur til …
Frambjóðendur til embætti forseta Íslands hafa tæpar tvær vikur til að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar.

Ríkisendurskoðun vekur athygli á að frambjóðendur til embættis forseta Íslands skuli skila sérstöku fjárhagslegu uppgjöri eigi síðar en 2. september næstkomandi.

Frambjóðendur skuli skila Ríkisendurskoðun uppgjörinu eða eftir atvikum yfirlýsingu um kosningabaráttu sína eigi síðar en þremur mánuðum frá því að persónukjörið fór fram. 

Bæði uppgjöri og yfirlýsingu er hægt að skila stafrænt á vefsíðu Ísland.is.

Velja þarf „Forsetakosningar 2024“ úr fellilista og hvort að heildartekjur eða gjöld hafi verið umfram 550 þúsund eða ekki. Sé frambjóðandi ekki umfram þau fjárhæðarmörk útbýr kerfið sjálfkrafa yfirlýsingu sem er hann undirritar rafrænt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka