Gunnar ráðinn yfirlæknir

Gunnar Thorarensen ráðinn sem yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga.
Gunnar Thorarensen ráðinn sem yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga. Ljósmynd/Landspítalinn

Gunnar Thorarensen tekur við nýju yfirlæknisstarfi innan skrifstofu framkvæmdastjóra lækninga 1. september. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. 

Það sem felst í starfi yfirlæknis stefnu og þróunar lækninga er meðal annars að leiða ákveðna þætti skipulags, þróunar og faglegrar stefnumörkunar lækninga á Landspítala í samvinnu við þróunarsvið og lykilstjórnendur annarra sviða Landspítala.

Gunnar hefur verið yfirlæknir sérnáms undanfarin ár en samhliða því hefur hann tekið þátt í fjölmörgum þróunarverkefnum á vegum framkvæmdastjóra lækninga, forstjóra og heilbrigðisráðuneytis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert