Kallar eftir róttækum breytingum

Umferð á höfuðborgarsvæðinu.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það sem ég legg áherslu á við endurskoðun samgöngusáttmálans er að farið verði að vinna að umferðarlausnum strax, þannig að fólk fari að finna fyrir því að unnið sé að þessum málum en þurfi ekki að bíða í mörg ár eftir endanlegri lausn á umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í samtali við Morgunblaðið, en hann er ósáttur við þróun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem nú hefur verið uppfærður.

Jón gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir seinagang í samgöngumálum og segist hafa vænst meira af nýjum borgarstjóra. Hann segir borgina haga sér eins og „einhver kóngur“ í sáttmálanum. Markmið sáttmálans séu skýr, að greiða fyrir umferð fyrir alla, bæði fyrir almenningssamgöngur, almenna umferð sem og hjólandi og gangandi, en Jón segir Reykjavíkurborg hafa lagst „þversum“ í öllu því sem snýr að því að greiða fyrir bílaumferð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert