Keypti 8,9 milljóna króna miða á Akureyri

Vinningsmiðinn var keyptur á Akureyri.
Vinningsmiðinn var keyptur á Akureyri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn hepp­inn miðahafi hlaut þriðja vinn­ing í Vík­ingalottói kvölds­ins og fær hann 8,9 millj­ón­ir króna fyrir vikið. Miðinn var keypt­ur í Hagkaupum á Akureyri.

Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í þetta skipti. 

Eng­inn var með all­ar töl­ur rétt­ar í Jókern­um en fimm voru með ann­an vinn­ing og fær hver þeirra 100 þúsund krón­ur. Tveir miðar voru keyptir í á lotto.is, tveir í lottóappinu og einn var í áskrift. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert