Einn heppinn miðahafi hlaut þriðja vinning í Víkingalottói kvöldsins og fær hann 8,9 milljónir króna fyrir vikið. Miðinn var keyptur í Hagkaupum á Akureyri.
Hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út í þetta skipti.
Enginn var með allar tölur réttar í Jókernum en fimm voru með annan vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Tveir miðar voru keyptir í á lotto.is, tveir í lottóappinu og einn var í áskrift.