Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um eiginnafnið Salvarr, en eiginnafnið Salvar er þegar á mannanafnaskrá. Millinafnið Listó er samþykkt.
Alls gaf nefndin út tíu úrskurði á mánudag og samþykkti þar af níu.
Voru þar á meðal kynhlutlausu nöfnin Marló og Arló færð á mannanafnaskrá. Auk þeirra eru kvenkynsnöfnin Konstantína, Ástborg og Líana. Karlkynsnöfnin Santos og Logar voru sömuleiðis samþykkt.
Kemur fram í úrskurði nefndarinnar um nafnið Salvarr að enginn beri nafnið samkvæmt Þjóðskrá Íslands og að það komu heldur ekki fyrir í manntölum. Ekki sé hefð fyrir þessum rithætti nafnsins og beiðninni þar af leiðandi synjað.
„Í þeim tilfellum þar sem mannanafnanefnd hefur samþykkt nöfn sem rituð eruð með hinu forna rihætti -rr í nefnifalli er annars vegar um að ræða nöfn sem koma fyrir í fornu máli og hins vegar nöfn sem hafa verið borin af mönnum í fjölskyldu umsækjanda. Á hvorugt við hér.“