Minningarstund haldin í Neskaupstað

Norðfjarðarkirkja í Neskaupstað.
Norðfjarðarkirkja í Neskaupstað. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju á morgun klukkan 18.00 til minningar um manninn sem lést í gær af völdum voðaskots við Hálslón.

Maður­inn var á fer­tugs­aldri og var ásamt fleir­um á gæsa­veiðum þegar slysið varð.

„Í þungbæru áfalli og sorg er samfélaginu styrk og huggun að koma saman,“ segir í færslu um minningarstundina á Facebook-síðu Norðfjarðarkirkju en þar kemur sömuleiðis fram að fagaðilar frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og Rauða krossinum verði á staðnum.

Klukkan 20 í kvöld var svo haldin kyrrðar- og bænastund í Heydalakirkju í Breiðdal, þar sem fólk gat komið og veitt hvert öðru stuðning. 

Þá var leikur KFA og Hattar/Hugins í 2. deild karla sem átti að fara fram í Neskaupstað í dag færður inn í Fjarðabyggðarhöll á Reyðarfirði vegna slyssins.

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert