Sífellt fleiri landsmenn kjósa bálför

Bálstofan sem starfrækt er í Fossvoginum mun vera sú elsta …
Bálstofan sem starfrækt er í Fossvoginum mun vera sú elsta sem er í notkun á Norðurlöndum mbl.is/Eyþór Árnason

Mjög færist í aukana að Íslendingar kjósi að láta brenna sig þegar kallið kemur sem allir þurfa að hlýða.

Eina bálstofa landsins er engu að síður orðin 76 ára gömul og tími kominn á endurbætur, að sögn framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnunarinnar sem rekur bálstofuna.

„Við erum með elstu bálstofu sem er í notkun á Norðurlöndum. Hún er frá árinu 1948 og því er löngu kominn tími á að endurnýja hana, það þarf ekki mikið til að ofnarnir bili og þar með lokast þessi mikilvægi innviður. Ný bálstofa í kirkjugarðinum í Gufunesi hefur verið í burðarliðnum frá því á árinu 2005 þegar ný bálstofa var teiknuð. Það er í raun allt til reiðu til þess að hefja byggingu á nýrri bálstofu en beðið hefur verið eftir stjórnvöldum,“ segir Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.

Stofnunin er með einu bálstofuna á landinu og lengi hefur verið kallað eftir því að hún verði endurnýjuð eins og fjallað hefur verið um hér í blaðinu í gegnum tíðina.

Færri en í nágrannalöndunum

„Um 60% þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu kjósa bálför og meðaltalið á landinu öllu er að nálgast 50%. Þar virðist ekki vera mikill munur á þeim sem eru kristnir eða þeim sem kjósa að vera utan trúfélaga. Af þeim sem eru trúaðir þá eru það t.d. kristnir og hindúar sem kjósa að láta brenna sig þegar þar að kemur. Önnur trúfélög velja ekki bálför, eins og t.d. múslimar.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert