Skjálftavirkni við Stóra-Skógfell

Um 70 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Sundhnúkagígaröðinni síðasta …
Um 70 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Sundhnúkagígaröðinni síðasta sólarhringinn, Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Um 70 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Sundhnúkagígaröðinni síðasta sólarhringinn, sá stærsti 1,7 að stærð sem á þó eftir að yfirfara.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir við mbl.is að nokkur skjálftavirkni hafi verið við Stóra-Skógfell í morgunsárið en hún hafi fljótlega stöðvast. Hann segir engin merki um gosóróa á svæðinu.

Þróun í kvikusöfnun og landrisi hefur verið óbreytt síðustu daga. Líkanreikningar sýna að heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú meira en það hefur verið fyrir síðustu atburði. 

Að mati Veðurstofunnar eru áfram taldar miklar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúkagígaröðinni hvenær sem er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert