Starfshópur skipaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun meta kosti þessi að stofna þjóðgarð í Þórsmörk og nágrenni. Ráðherra átti fund með fulltrúum sveitarfélagsins Rangárþingi eystra fyrr á árinu þar sem m.a. var farið yfir hagsmunamál svæðisins.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins í dag.
Heimafólk svæðisins kýs að styrkja samkeppnisstöðu svæðisins er varðar búsetu, áfangastað ferðafólks með stofnun þjóðgarðs og innviðauppbyggingu.
Guðlaugur Þór segir Þórsmörk og nágrenni vera náttúruperla sem á sér fáa líka á Íslandi og þó víðar væri leitað. Hann lætur vel af áhuga og drifkrafti heimamanna í málinu.
Starfshópinn skipa: Drífa Hjartardóttir, formaður, Anton Kári Halldórsson og Rafn Bergsson. Með hópnum mun starfa sérfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Starfshópurinn á að skila tillögum sínum til ráðherra fyrir 15. nóvember 2024.