Umferðagjöld lögð á eftir fimm ár

Innheimta á umferðagjöldum á völdum götum á höfuðborgarsvæðinu á að …
Innheimta á umferðagjöldum á völdum götum á höfuðborgarsvæðinu á að hefjast árið 2030. Sveitarstjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ráðherrar undirrituðu uppfærðan samgöngusáttmála í dag. Samsett mynd/Eyþór

Svo­kölluð flýti- og um­ferðagjöld verða lögð á árið 2030, eða eft­ir rúm­lega fimm ár sam­kvæmt þeim áætl­un­um sem sett­ar eru fram í upp­færðum sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins. Gert er ráð fyr­ir að tekj­ur af slík­um gjöld­um verði um 143 millj­arðar milli árs­ins 2030 og 2040 og að upp­hæðin muni standa und­ir tæp­lega helm­ingi af heild­ar­kostnaði við sátt­mál­ann.

Upp­færður sam­göngusátt­máli var kynnt­ur í dag, en í grein­ar­gerð og fram­kvæmdaráætl­un um sam­komu­lagið, sem birt var á vef Stjórn­ar­ráðsins, má meðal ann­ars sjá að áformað er að leggja gjöld­in á árið 2030.

Eiga að skila 13 millj­örðum ár­lega

Gert er ráð fyr­ir að slík gjöld muni skila 13 millj­örðum ár­lega, eða 143 millj­örðum yfir 11 ár.

Í grein­ar­gerðinni kem­ur fram að þetta sé í takti við stefnu stjórn­valda um að fjár­mögn­un vega­kerf­is­ins skuli miðast við notk­un þess í stað sér­tækra gjalda. Þegar hef­ur verið tekið upp kíló­metra­gjald á raf­magns­bíla og munu aðrar bif­reiðar fylgja í kjöl­farið.

Sjálf­virk­ar mynda­vél­ar á völd­um göt­um

„Gjald­tak­an yrði fram­kvæmd með sjálf­virkri mynd­grein­ingu þannig að bíl­ferðir um vald­ar göt­ur sem tengja af­mörkuð val­in svæði verði skráðar með mynda­vél­um sem taka munu mynd­ir af bíl­núm­er­um. Áhersla yrði á svæði þar sem um­ferð er mik­il og gott aðgengi að öðrum sam­göngu­val­kost­um. Ekki er búið að út­færa hvernig gjald­töku yrði háttað en til greina kem­ur að hafa há­marks­gjald á sól­ar­hring fyr­ir stór­not­end­ur,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Þá er tekið fram að all­ir sem aki um svæðið þurfi að greiða gjaldið, að und­anþeg­inni um­ferð neyðarbif­reiða og al­menn­ings­sam­göng­um. Þá yrði gjaldið hærra á þeim tíma dags þegar um­ferð er þyngst, þ.e. að morgni og síðdeg­is virka daga. „Mik­il­vægt er að litið verði til sann­girn­is­sjón­ar­miða við út­færslu kerf­is­ins,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Komið verður upp sjálfvirkum myndavélum á völdum götum á höfuðborgarsvæðinu …
Komið verður upp sjálf­virk­um mynda­vél­um á völd­um göt­um á höfuðborg­ar­svæðinu frá og með 2030. Á gjald­heimt­an að skila 13 millj­örðum ár­lega. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mun hafa áhrif á ferðavenj­ur

Tald­ar eru mikl­ar lík­ur á að upp­taka flýti- og um­ferðar­gjalda muni hafa áhrif á ferðavenj­ur borg­ar­búa og seg­ir að próf­an­ir í um­ferðarlíkani bendi til þess að áhrif­in muni hafa já­kvæð áhrif á notk­un al­menn­ings­sam­gangna. Vænt­an­lega er þar vísað til þess að með aukn­um gjöld­um á um­ferð bif­reiða verði hag­kvæm­ara fyr­ir fólk að ferðast í al­menn­ings­sam­göng­um.

Heild­ar­kostnaður sam­göngusátt­mál­ans er nú áætlaður 311 millj­arðar frá 2019 til árs­ins 2040. Miðað við að flýti- og um­ferðagjöld eigi að skila 143 millj­örðum er ljóst að þau eiga að standa und­ir um 45% af heild­ar­kostnaði sam­komu­lags­ins.

Stærstu fram­kvæmda­ár­in eft­ir 2030

Þá sést út frá kostnaðar- og tekju­áætlun að kostnaður við sam­göngusátt­mál­ann mun aukast úr 7 millj­örðum í ár og upp í 11,2 millj­arða á næsta ári og svo stöðugt aukast upp í 30,4 millj­arða árið 2030. Árin þar á eft­ir verða sam­kvæmt áætl­un­inni stærstu fram­kvæmda­ár­in, en þá verða fram­kvæmd­ir við mis­læg gatna­mót á Reykja­nes­braut í Hafnar­f­irði í gangi og jarðganga­vinna við Miklu­braut að hefjast og síðar vinna við Garðabæj­ar­stokk­inn.

Þetta verða einnig stærstu árin í fram­kvæmd­um við borg­ar­línu, þó að þær fram­kvæmd­ir verði um­tals­verðar strax frá næsta ári.

Halli á rekstr­in­um til 2035

Á tekju­hliðinni er gert ráð fyr­ir að tekj­ur muni aukast um­tals­vert árið 2028 þegar sölu­hagnaður af Keldna­landi hefst. Árið 2030 er svo gert ráð fyr­ir um­ferðagjöld­um sem skila 13 millj­örðum ár­lega og kem­ur það því inn í það tíma­bil þegar mest­ar fram­kvæmd­ir eru. Það helst því nokkuð í hend­ur við auk­in út­gjöld, en engu að síður verður kostnaður um­fram tekj­ur hjá fé­lag­inu til árs­ins 2035. Nem­ur upp­safnað tap á því tíma­bili, sam­kvæmt rekstaráætl­un­inni, um 43,5 millj­örðum. Hins veg­ar er gert ráð fyr­ir 45 millj­arða af­gangi af rekstr­in­um næstu 6 árin þar á eft­ir.

Sam­an­dregna töflu yfir kostnað við fram­kvæmd­ir og hvernig hann mun dreifast eft­ir árum má sjá hér að neðan.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka