Vatnsrennslið aukist rólega í nótt

Frá Skaftárhlaupinu 2021.
Frá Skaftárhlaupinu 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vatnsrennslið í Skaftá hefur aukist rólega í nótt að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Þetta hefur ekki verið eins skart og í gær og þetta virðist hafa jafnast út. Það geta auðvitað komið einhverjar spýjur en við fylgjumst vel með þessu,“ segir Bjarki við mbl.is um Skaftárhlaup sem virðist vera að hefjast.

„Ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum heldur benda þessar athuganir til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Gögn gefa mögulega til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr katlinum í september 2021 en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert