Verndarstað verður lokað

Heimkynni hóps Venesúelafólks síðasta eina og hálfa árið.
Heimkynni hóps Venesúelafólks síðasta eina og hálfa árið. mbl.is/Sigurður Bogi

Heimili því sem Vinnumálastofnun hefur starfrækt að Laugarvatni verður lokað innan tíðar. Í húsinu, þar sem áður var starfsemi húsmæðraskóla og síðar íþróttakennaradeild Háskóla Íslands, hefur frá því snemma árs í fyrra verið búsetuúrræði fyrir fólk á flótta sem til Íslands hefur komið og óskað alþjóðlegrar verndar.

Plássin í verndarsetri þessu voru alls 56 og fólki frá Venesúela var búinn staður eystra. Fækkað hefur í þessum hópi að undanförnu, en þetta hafa gjarnan verið pör eða stakstætt barnlaust fólk.

Að Laugarvatni hefur fólk þetta verið nægt sjálfu sér í flestu tilliti, samkvæmt því sem heimamenn greina frá. Venesúelafólkið þarna nýtur opinbers stuðnings og hefur þess utan tekið þátt í starfi félagasamtaka á svæðinu, íþróttastarfi og fleiru. Þá var síðasta vetur haldið þjóðakvöld að Laugarvatni þar sem viðkomandi kynntu menningu heimalands síns. Svo er eitthvað um að fólkið hafi heimsótt sveitabæi í grenndinni, kynnt sér þar bústörf og jafnvel lagt lið við mjaltir og heyskap. Reynslan af Laugarvatni var almennt ágæt en veiting þjónustu reyndist oft snúin, segir Vinnumálastofnun.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert