Búið er að rýma athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi og tók það um 40 mínútur.
Um 1.300 manns, gestir og starfsfólk, voru í lóninu við upphaf umbrotanna. Gestir eru komnir á leiðarenda eða á leið á önnur hótel.
Rýmingin gekk vel að því er fram kemur í tilkynningu frá Bláa lóninu. Bláa lónið verður lokað á morgun.