Auknar líkur á skriðuföllum

Strákagöng á Siglufirði. Varað er við aukinni hættu á skriðum …
Strákagöng á Siglufirði. Varað er við aukinni hættu á skriðum og grjóthruni niður á vegi vegna mikillar úrkomu m.a. á Tröllaskaga. mbl.is/Sigurður Bogi

Dagana 22.-24. ágúst er spáð mikilli uppsafnaðri úrkomu, mest á Norðanverðum Vestfjörðum, Ströndum, Tröllaskaga, austanverðum Tindastóli, Flateyjarskaga, Tjörnesi og Hellisheiði Eystri. Einnig má gera ráð fyrir þónokkurri úrkomu á Borgarfirði Eystra næsta sólarhringinn.

Mesta úrkoman verður síðdegis í dag fimmtudaginn 22. ágúst. Á morgun ætti að draga úr úrkomunni og stytta upp á sunnudaginn. Hitastig á láglendi verður á bilinu 4-6 °C og fryst getur í fjallatoppum.

Jarðvegur er víða blautur eða vatnsmettaður á norðanverðu landinu eftir rigningar síðustu daga.

Þegar rignir mikið má búast við vatnavöxtum og aukinni hættu á skriðum og grjóthruni niður á vegi. Fólki er bent á að sýna aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum. Einnig þarf að hafa hugfast að skriður geta fallið þrátt fyrir að mesta rigningin er afstaðin.

Þá er fólki einnig bent á Skriðuvakt veðurstofunnar og að tilkynna skriðuföll í síma 552-6000 eða í gegnum skráningarform á vef Veðurstofunnar. Gott er að mynd af skriðum fylgi ásamt stað- og tímasetningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert