Beint: Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Eldgos hefur brotist út á Reykjanesskaga að nýju.

Gosopið er austan Sýlingarfells, á mjög svipuðum slóðum og þegar gaus síðast í lok maí. Fulltrúar frá almannavörnum og Veðurstofunni eru á leið í flug yfir svæðið.

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að gera megi ráð fyrir að gosið sé nú í vexti.

Gosið er það níunda á aðeins rúmum þremur árum og það sjötta á um átta mánuðum, frá því fyrst gaus við Sundhnúkagígaröðina í desember í fyrra.

 

Ljósmynd/Hörður Kristleifsson
Eldgosið séð frá Reykjanesbraut nú í kvöld.
Eldgosið séð frá Reykjanesbraut nú í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Elgos er hafið á Reykjanesskaga.
Elgos er hafið á Reykjanesskaga. Ljósmynd/Aðsend
Gosið sést vel frá Seltjarnarnesi.
Gosið sést vel frá Seltjarnarnesi. mbl.is/HJ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka