Einhverjir reynt að laumast inn

Eðvarð Atli Bjarnason, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum.
Eðvarð Atli Bjarnason, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum. mbl.is/Hermann

Eitthvað hefur verið um að fólk reyni að laumast inn á gossvæðið að sögn Eðvarðs Atla Bjarnasonar, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurnesjum. Hann segir allt þó hafa gengið vel og fólk hafi tekið tilmælum björgunarsveitamanna um að fara af svæðinu vel.

Björgunarsveitir eru í ýmsum verkefnum; lokunarpóstum, fylgja fjölmiðlum og öðrum tilfallandi verkefnum,“ segir Eðvarð í samtali við mbl.is.

„Þetta er eins og að hjóla, við gleymum þessu ekkert,“ segir hann.

Hann segir að frá Landsbjörg séu nú um 30-40 manns á vettvangi, aðallega við lokunarpósta. Eru þeir meðal annars á Suðurstrandarvegi, Nesvegi, Krýsuvíkurvegi og Grindavíkurvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert