„Erum að súpa seyðið af því núna“

Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir frekar óheppilegt að nútímaþjóðfélag á Íslandi hafi byggst upp einmitt á þeim tíma sem eldvirkni var í lágmarki. 

Sé litið til baka síðustu 100 eða 50 ár hafi eldvirkni á Íslandi verið með minnsta móti um miðja síðustu öld, einmitt þegar nútímaþjóðfélag var að byggjast upp. Það sé að sumu leyti óheppilegt því þá hafi borgin og bæirnir orðið til og í raun og veru ekki verið tekið nægilegt tillit til eldvirkni Íslands.

„Við erum að súpa seyðið af því núna, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Hluti af ólukkunni sem er í gangi núna stafar af því að við tókum þetta ekki nógu alvarlega,“ segir Páll. Hann segir fyrsta dæmigerða eldgosið hafa verið Kröfluelda sem hófust um miðjan 8. áratug síðustu aldar. Síðan þá hafi gosið á 2-3 ára fresti.

Páll segir að ekki hafi verið tekið nægilega mikið tillit …
Páll segir að ekki hafi verið tekið nægilega mikið tillit til eldvirkni þegar nútímaþjóðfélag byggðist upp um miðja síðustu öld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Komin inn í virkt tímabil

„Íslendingar eru í raun og veru að kynnast sínum eldgosum í fyrsta skipti. Við erum komin inn í virkt tímabil. Og keyrir um þverbak á þessu ári, við erum búin að vera með fimm eldgos síðan í desember og ef við tökum lengra aftur í tímann, erum við með átta eldgos síðan 2021, á fjórum árum,“ segir Páll.

„Við höfum séð óvenju mörg eldstöðvakerfi í ham. Við erum búin að sjá nokkur Heklugos, Hekla hefur gosið nú tíðar en hún hefur gert á sögulegum tíma. Við höfum séð gos undir Vatnajökli. Við erum búin að sjá stórt hraungos frá Bárðarbungu og hefur komið í ljós að er mikilvirkasta eldstöð landsins. Grímsvötn hafa minnt á sig annað slagið, með tiltölulega stóru gosi árið 2011. Við erum að sjá virkni í mörgum eldstöðvum sem voru áður tiltölulega rólegar,“ segir Páll.

Viðtalið við Pál má horfa á í heild sinni í Dag­mál­um og lesa í miðvikudagsblaði Morg­un­blaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert