Talsverður fjöldi bíla keyrir nú Grindavíkurveg frá Svartsengi og Grindavík, en rýming stendur yfir. Björgunarsveitir voru á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar og stöðvuðu þá sem vildu komast nær gosinu.
blaðamaður mbl.is var á Grindavíkurafleggjaranum þegar gosið hófst og segir að gosið virðist sambærilegt því sem við höfum séð í fyrri gosum. Gossprungan virðist nokkuð löng.
Hann segir bíla út um alla kanta á Reykjanesbraut að fylgjast með gosinu.