Ganga lengra en nokkur annar

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjór Hagkaups.
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjór Hagkaups. Samsett mynd

„Við erum ekki búin að gefa út dagsetninguna ennþá en við erum svona að hnýta síðustu endana í þessu öllu og erum bara í prófunum þessa dagana,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Morgunblaðið um hvenær vefverslun Hagkaupa með áfengi fer í loftið.

„Ég er aðeins búinn að brenna mig á því að vera að segja einhverjar dagsetningar þannig að ég er eiginlega hættur því. En það alla vegana styttist,“ segir Sigurður og bætir við að vefsíðan sé tilbúin en sé í villuprófunum og úttektum hjá netöryggisfyrirtækinu Syndis.

Sigurður telur áfengisvefverslun Hagkaupa munu verða öruggustu vefverslunina á þessum markaði. Til að versla í vefversluninni þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Ef keyptar eru vörur verður hægt að nálgast þær á Dropp-afhendingarstöð sem eru víðsvegar um landið, þar á meðal í verslunum Hagkaupa. Til að nálgast vöruna þarf loks að auðkenna sig aftur með rafrænum skilríkjum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka