Greinilegt svigrúm er til verðlækkana

Margir voru í versluninni Prís á Smáratorgi í Kópavogi í …
Margir voru í versluninni Prís á Smáratorgi í Kópavogi í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

„Innkoma og áherslur hjá Prís sýna að greinilega er svigrúm til þess að lækka matvöruverð. Þetta er samkeppni sem við fögnum og vonum að hún geti leitt af sér breytingar og jákvæða þróun til lengri tíma,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna.

Nokkrar breytingar eiga sér nú stað í dagvörusölu í kjölfar opnunar lágvöruverðsverslunarinnar Príss við Smáratorg í Kópavogi um síðustu helgi.

Prís er í flestum tilfellum sú matvöruverslun sem býður lægst verð í samkeppni við Bónus og Krónuna. Í sumum tilfellum munar tugum prósenta. Hjá verðlagseftirliti ASÍ hafði í aðdraganda opnunar Príss sést leitni til þess að verð á dagvörum lækkaði, en áður var þróunin í hina áttina.

Galdur í beinum viðskiptum

„Okkar markmið er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð á Íslandi,“ sagði Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Príss í samtali við mbl.is í vikunni. Hún segir að stundum muni mjög miklu í verði á milli Príss og annarra, svo sem í verði á mjólk, nautahakki og eggjum. Nokkrar vörutegundir í Prís eru seldar undir kostnaðarverði og hafa þá meðgjöf.

„Galdurinn hjá Prís virðist liggja í beinum viðskiptum við framleiðendur og því að fara fram hjá heildsölum og milliliðum sem taka sitt. Hugsanlega er kerfi þeirra að brotna upp,“ segir Breki Karlsson. „Síðan hefur komið fram hjá Prís að þeir greiði með einhverjum ákveðnum vörutegundum. Vitanlega stenst slíkt ekki til lengdar en getur verið hluti af stærri áætlun fyrirtækisins um að ná stöðu á markaði sem hefur lítið breyst í langan tíma.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka