Hafa fengið fregnir af syni sínum

Interpol lýsti eftir syni Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.
Interpol lýsti eftir syni Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölskylda Þóris Kolka Ásgeirssonar, sem Interpol leitar nú að, hefur fengið fregnir af honum. Frá þessu greinir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og faðir Þóris, í færslu á Facebook. 

Greint var frá því í morgun að Interpol hefði lýst eftir Þóri. Ásgeir segir fjölskylduna hafa leitað til lögreglu því þau hafi ekki haft spurnir af honum í nokkurn tíma. 

Nú væru þau búin að fá fregnir sem gerðu þau rólegri um sinn. 

Þórir er 24 ára gam­all og lönd­in sem þykja lík­leg að hann hafi heim­sótt eru: Ítal­ía, Sviss og Egypta­land.

Um er að ræða gula til­kynn­ingu frá In­terpol sem er alþjóðleg viðvör­un sem notuð er af lög­gæslu­stofn­un­um til að aðstoða við að finna týnda ein­stak­linga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert