Fjölskylda Þóris Kolka Ásgeirssonar, sem Interpol leitar nú að, hefur fengið fregnir af honum. Frá þessu greinir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og faðir Þóris, í færslu á Facebook.
Greint var frá því í morgun að Interpol hefði lýst eftir Þóri. Ásgeir segir fjölskylduna hafa leitað til lögreglu því þau hafi ekki haft spurnir af honum í nokkurn tíma.
Nú væru þau búin að fá fregnir sem gerðu þau rólegri um sinn.
Þórir er 24 ára gamall og löndin sem þykja líkleg að hann hafi heimsótt eru: Ítalía, Sviss og Egyptaland.
Um er að ræða gula tilkynningu frá Interpol sem er alþjóðleg viðvörun sem notuð er af löggæslustofnunum til að aðstoða við að finna týnda einstaklinga.