Hjón fundust látin í heimahúsi og einn handtekinn

Frá aðgerðum í Neskaupstað í dag en lögreglan viðhafði mikinn …
Frá aðgerðum í Neskaupstað í dag en lögreglan viðhafði mikinn viðbúnað. Ljósmynd/Aðsend

Tveir fundust látnir í heimahúsi í Neskaupstað fyrr dag. Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Samkvæmt heimildum mbl.is er um eldri hjón að ræða.

Lögreglan segir að ekki sé grunur um að fleiri tengist málinu, en segist ekki ætla að gefa upp frekari upplýsingar að svo stöddu.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur verið óskað eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Fyrr í dag greindi mbl.is frá lögregluaðgerð á Snorrabraut, en fjöldi lögreglubíla hafði keyrt með blá ljós eftir Sæbraut í vesturátt. Rúv fullyrðir að sú aðgerð tengist handtöku mannsins í þessu máli.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að lögregla staðfesti að tveir hefðu fundist látnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert