Hraunið stefnir norður fyrir Sýlingarfell

Eldgosið hófst nú á níunda tímanum.
Eldgosið hófst nú á níunda tímanum. Skjáskot/mbl.is

Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir að hraunið úr nýja gosinu stefni norður fyrir Sýlingarfell.

„Það er ekki búið að ná út í gíginn sem var virkur núna síðast,“ segir Jón Haukur.

Gosið hófst heldur norðar heldur en gígurinn sem myndaðist í síðasta gosi. „Hrauntungan sem var að fara af stað er á leið þangað en svo vitum við ekki hvort það gæti runnið til norðurs og til austurs,“ bætir hann við. 

Segir Jón Haukur að allavega sé komin hrauntunga sem er á leiðina norður fyrir Sýlingarfell.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert