Kornið þroskast hægt

Útlit er fyrir að þreskjað verði í seinna fallinu í …
Útlit er fyrir að þreskjað verði í seinna fallinu í ár í Laxárdal. Ljósmynd/Korngrís

Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúverjahreppi, lýsir áhyggjum sínum af hægum þroska í kornræktinni vegna óhagstæðra veðurskilyrða í sumar.

Í samtali við Morgunblaðið segir Björgvin að þótt kornræktin hafi byrjað ágætlega í vor, hafi óvenjumikil vætutíð og sólarleysi gert það að verkum að hægst hafi verulega á vextinum. Hann bendir á að til að uppskera verði viðunandi þurfi veðrið í september að vera gott, annars gæti orðið alvarlegur uppskerubrestir.

Sáði í 300 hektara

Björgvin ræktar korn á um 300 hekturum lands og telur sig vera einn af stærstu kornbændum landsins. Kornið er allt ætlað í svínafóður fyrir eigin svínabú, en á búinu eru um 220 gyltur. Hver gylta gefur að jafnaði um 30 grísi og selur Björgvin helming grísanna frá búinu. Björgvin og fjölskylda reka fyrirtækið Grís og flesk ehf. og undir því er vörumerkið Korngrís frá Laxárdal.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert