Kvartar til umboðsmanns

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn á ný hefur Hvalur hf. kvartað við umboðsmann Alþingis yfir stjórnsýslu matvælaráðherra og málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn fyrirtækisins til veiða á langreyðum sem send var ráðuneytinu 30. janúar sl.

Leyfið var loks veitt 11. júní en þá var útséð um að af hvalveiðum yrði í sumar. Fyrirtækið hafði enda hvorki tök á né tíma til að ráða mannskap eða gera aðrar ráðstsafanir svo stunda mætti veiðarnar.

Í kvörtunarbréfi Hvals til umboðsmanns segir m.a. að málsmeðferð ráðherrans hafi einkennst af „skipulagðri óskilvirkni“ og á það bent að ráðherra hefði ítrekað sagst vera að skoða og meta málið, bíða eftir gögnum og umsögnum o.s.frv., en á sama tíma hefðu þó engar slíkar beiðnir verið útistandandi.

Þess er skemmst að minnast að umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu í ársbyrjun að við bann matvælaráðherra við hvalveiðum lungann úr síðasta sumri hefði hann ekki gætt reglna stjórnsýsluréttar um meðalhóf og bannið þ.a.l. ekki í samræmi við lög. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert