Mikill kraftur er í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni. Í drónamyndskeiði sem Hörður Kristleifsson tók af gossprungunni í kvöld sést hvernig hraunið rennur til austurs og vesturs.
Sprungan mælist nú um fjögurra kílómetra löng. Vefur hraunið sig utan um Stóra-Skógfell.