Landvarðanámið nú á háskólastigi

Margir eru á ferðinni á Þingvöllum og rík þörf fyrir …
Margir eru á ferðinni á Þingvöllum og rík þörf fyrir öfluga landvörslu. mbl.is/Sigurður Bogi

Undirritaður hefur verið samningur milli Umhverfisstofnunar og Landbúnaðarháskóla Íslands um nám sem veitir réttindi til að gegna starfi landvarðar. Slíkir starfa í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum; svo sem í Vatnajökulsþjóðgarði, á Þingvöllum og að Fjallabaki, svo eitthvað sé nefnt.

Námskeið fyrir landverði hafa lengi verið haldin af Umhverfisstofnun. Nú kemur LbhÍ einnig að námskeiðahaldi, sem Umhverfisstofnun ber ábyrgð á að rétt sé staðið að. Í kennslunni er tekin fyrir umhverfisfræðsla og -túlkun, mannleg samskipti, verkleg þjálfun og öryggismál á friðlýstum svæðum, auk þess sem fjallað er á breiðum grundvelli um náttúrufar og þjóðlíf á Íslandi.

„Markmið samningsins er að efla nám í landvörslu og nýta sem best sérþekkingu og aðstöðu sem samningsaðilar búa yfir,“ segir Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor LbhÍ. 

Ragnheiður Inga segist vænta mikils af þessu námi, sem verði vel komið fyrir að Hvanneyri í Borgar­firði. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert