Umfang eldgossins á Reykjanesskaga er greinilegt á nýrri loftmynd sem ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson tók í kvöld. Sprungan er á þessum tíma um 1,5 km að lengd en telja vísindamenn hana enn vera að lengjast til suðurs.
Myndin er tekin frá Reykjanesbraut yfir að Grindavíkurvegi.