Of snemmt að segja hvort innviðir séu í hættu

Gossprungan er um það bil fjögurra kílómetra löng.
Gossprungan er um það bil fjögurra kílómetra löng. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ofsnemmt að segja til um hvort innviðir á Reykjanesskaga séu í hættu vegna eldgoss sem hófst á tíunda tímanum í kvöld.

Gossprungan hafi opnast á svipuðum slóðum og síðustu gos hafa verið, og sé því vonandi á heppilegum stað hvað hagsmuni í Grindavík og Svartsengi varðar. „Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um orkuverið,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Verktakar hafa unnið að því síðustu daga að hækka varnargarðana þar sem helst var þörf á, að sögn Úlfars.

Rauð viðvörun klukkan níu

Úlfar fékk fregnir af því frá samhæfingarmiðstöð almannavarna klukkan níu að á Veðurstofu Íslands væri komin rauð viðvörun.

Var rýming boðuð í kjölfarið í Grindavík og Svartsengi.

Aðspurður segir hann rýminguna hafa gengið vel.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert