Óljóst hvort hlaupið komi úr Vestari-Skaftárkatli

Rennsli í Skaftá hefur verið nokkuð stöðugt og mælist það …
Rennsli í Skaftá hefur verið nokkuð stöðugt og mælist það í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rennsli í Skaftá hef­ur verið nokkuð stöðugt og mæl­ist það í kring­um 180 rúm­metra á sek­úndu við Sveinstind.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands. Þar seg­ir að rennslið sé sam­bæri­legt við mikið sum­ar­rennsli en í lægri kant­in­um miðað við há­marks­rennsli síðustu Skaft­ár­hlaupa.

„Að svo stöddu hef­ur hlaupið ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu, en áfram verður fylgst náið með þróun hlaups­ins,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Kortið sýnir staðsetningu vatnshæðamæla Veðurstofunnar og rennslisleið hlaupvatns frá Skaftárkötlum.
Kortið sýn­ir staðsetn­ingu vatns­hæðamæla Veður­stof­unn­ar og rennslis­leið hlaup­vatns frá Skaft­ár­kötl­um. Kort/​Veður­stofa Íslands

Ekki hef­ur enn verið staðfest hvort hlaupið eigi upp­tök sín í Vest­ari-Skaft­ár­katli en þekkt er að þaðan komi hlaup sem ekki ná miklu há­marks­rennsli en vara lengi.

Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi lýsti í gær yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna Skaft­ár­hlaups.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert