Áfallamiðstöð verður opnuð í Eglisbúð í Neskaupstað í fyrramálið vegna þeirra áfalla sem dunið hafa á samfélaginu í bænum síðustu daga. Þetta segir Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur í Norðfjarðarkirkju í samtali við mbl.is.
Í dag fundust hjón látin í heimahúsi í bænum og hefur einn verið handtekin vegna málsins.
Fyrr í vikunni lést maður á fertugsaldri af völdum voðaskots við Hálslón en minningarstund vegna þess slyss hafði þegar verðið skipulögð og verður haldin klukkan 18.00 í Norðfjarðarkirkju samkvæmt áætlun.