Rask á starfsemi skóla í Reykjavík

Hluti kennslu í Hagaskóla fer fram í færanlegum kennslustofum.
Hluti kennslu í Hagaskóla fer fram í færanlegum kennslustofum. mbl.is/Eyþór

Þegar líða fer á ágústmánuð taka við fastir liðir sem minna okkur á að haustið er í vændum. Kennsla í leikskólum og háskólum er nú þegar hafin og hefst grunnskólakennsla víða í dag.

Samkvæmt skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eru á milli 15.500 og 15.600 börn að hefja nám skólaárið 2024-2025 í grunnskólum í Reykjavík. Um 6.700 börn eru með pláss á leikskólum í borginni. Inni í þessum tölum eru nemendur borgarrekinna skóla sem og sjálfstætt starfandi.

Nokkurt rask er á skólahaldi vegna viðgerða og framkvæmda. Rask er á skólahaldi í Hólabrekkuskóla vegna framkvæmda á húsnæði skólans og er 7. til 10. bekk kennt í Korpuskóla vegna þess. Þá fer hluti kennslu í Hagaskóla fram í færanlegum kennslustofum á lóð skólans þar sem heildarendurnýjun á húsnæði skólans stendur nú yfir. Framkvæmdum í Langholtsskóla á að ljúka í byrjun október en síðasta vetur var kennt að hluta til í Ármúla vegna þeirra.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert