Slökkvistarfi við Hoftún lokið

Allt til­tækt lið Bruna­varna Árnes­sýslu frá Sel­fossi og Þor­láks­höfn vann …
Allt til­tækt lið Bruna­varna Árnes­sýslu frá Sel­fossi og Þor­láks­höfn vann að niðurlögum brunans. mbl.is/Óttar

Slökkvistarfi við Hoftún norðan Stokkseyrar er lokið. Altjón varð á vélaskemmu sem kviknaði í.

Þetta staðfestir Pét­ur Pét­urs­son, slökkvi­stjóri hjá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu, í samtali við mbl.is.

Allt til­tækt lið Bruna­varna Árnes­sýslu frá Sel­fossi og Þor­láks­höfn var kallað til upp úr klukkan 17.00 í dag vegna elds sem upp kom í tækja og búnaðar­skemmu við Hoftún.

Töluvert tjón varð í brunanum en að sögn Pétur voru heilmikil verðmæti inni í skemmunni. Þá brunnu einhverjir bílar og önnur tæki í kringum bygginguna.

Málinu er lokið að hálfu slökkviliðsins og hefur því verið vísað til lögreglunnar á Suðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert