Gossprungan sem opnaðist austan Sýlingarfells á níunda tímanum er nú um það bil fjórir kílómetrar að lengd og nær rétt norður fyrir Stóra-Skógfell.
Þetta segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.
Þá segir hún að hraun renni bæði til austurs og vesturs úr sprungunni.
Spurð hvort einhverjir innviðir séu í sérstakri hættu segir hún að þessa stundina væri það helst Grindavíkurvegur.