Stærsti jarðskjálftinn á þessu ári

Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Stór jarðskjálfti reið yfir nú um klukkan 22.37 í kvöld. Fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu.

Skjálftinn mældist 4,1 að stærð og voru upptök hans 3 km norðaustur af Stóra-Skógfelli. Mælast upptök hans á 3,6 km dýpi.

Upptökin eru ekki á gossprungunni eða yfir kvikuganginum og segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, að líklegast sé um spennulosun í jarðskorpunni að ræða. 

Jarðskjálftar af þessari stærð hafa ekki mælst samfara eldgosum á Reykjanesskaga á þessu ár. Síðast varð skjálfti af þessari stærð 18. desember í fyrra, um klukkutíma eftir að eldgos hófst þann dag. Sá skjálfti var staðsettur rétt suðaustan við Hagafell.

Þá er hann einnig þriðji stærsti skjálfti frá því kvikugangurinn, sem liggur undir Grindavík, myndaðist 10. nóvember. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka