Stórbruni í skemmu norðan Stokkseyrar

Eldurinn kviknaði í tækjaskemmu við Hoftún.
Eldurinn kviknaði í tækjaskemmu við Hoftún. mbl.is/Óttar

Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi og Þorlákshöfn berst nú við eld sem upp kom í skemmu á Hoftúni norðan Stokkseyrar. Þá er auka tankbíll frá Hveragerði nýttur við slökkvistörf.

Útkallið barst upp úr fimm í dag en slökkvistarf stendur enn yfir.

Um er að ræða eld í tækja og búnaðarskemmu en Pétur Pétursson, slökkvistjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að um töluvert tjón sé að ræða.

Lögreglan á Suðurlandi hvetur íbúa á Stokkseyri til að loka gluggum í húsum sínum þar sem mikinn reyk leggur af brunanum.

Slökkvilið nýtti auka tankbíll frá Hveragerði.
Slökkvilið nýtti auka tankbíll frá Hveragerði. mbl.is/Óttar

Altjón á húsinu

„Ég veit ekki út frá hverju kviknar en húsið verður alelda á mjög skömmum tíma. Það eru heilmikil verðmæti þarna inni sem að brenna og eitthvað af bílum og svoleiðis búnaði sem stendur nálægt skemmunni sem brennur líka,“ segir Pétur og bætir við:

„Það stóð upp svartur reykur hérna sem lagði yfir Stokkseyri en það er gríðarlega mikið rok svo þetta tekur allt nokkuð fljótt af í svona miklum vindi.“

Tölvuvert hefur dregið úr eldinum en Pétur segir að um altjón sé á húsnæðinu. Ekki er talin hætta á að eldur berist í aðrar byggingar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Altjón varð á byggingunni.
Altjón varð á byggingunni. mbl.is/Óttar
Eldurinn kviknaði í skemmu á Hoftúni.
Eldurinn kviknaði í skemmu á Hoftúni. Kort/map.is
Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi og Þorlákshöfn vinnur …
Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi og Þorlákshöfn vinnur að niðurlögum brunans. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert