„Svartsengi er í hættu og hefur alltaf verið“

Séð yfir í Grindavík og á Svartsengi.
Séð yfir í Grindavík og á Svartsengi. Ljósmynd/Aðsend

„Okkar vinna er núna að taka stöðuna, hversu stórt þetta verður, hvar er hraunið, hvaða innviðir eru í hættu, virka varnagarðarnir,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannvarna, spurð hvert viðbragð almannavarna sé við eldgosinu sem hófst austan Sýlingarfells á níunda tímanum.

Vísindafólk frá almannavörnum og veðurstofunni flýgur nú yfir gosið en Hjördís segir gögnin þaðan lykilatriði til að vita hver staðan sé og hvaða innviðir séu í hættu.

„Það eru þær upplýsingar sem skiptir máli að fá sem fyrst til að vita hver framgangan verður,“ segir Hjördís.

Teljið þið einhverja innviði vera í hættu við fyrstu sýn?

„Svartsengi er í hættu og hefur alltaf verið. Þess vegna er verið að reyna að verja það. Það er náttúrulega það sem við getum aldrei vitað, hvar eldgosið kemur upp, hversu stórt það verður og hvert hraunið rennur.“

Eldgosið hófst nú á níunda tímanum.
Eldgosið hófst nú á níunda tímanum. Skjáskot/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert