Tæring í hreyflum vélar Gæslunnar

Flugvél Landhelgisgæslunnar.
Flugvél Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hefur ekki verið tiltæk í allt sumar vegna alvarlegrar bilunar í hreyflum vélarinnar.

Við hefðbundna skoðun á vélinni á Möltu sl. vor fannst tæring á ytra yfirborði gírkassa hreyfla vélarinnar. Eftir nánari skoðun og samskipti við framleiðanda hreyflanna var ákveðið að taka þá af vélinni og þeir sendir í viðgerð og upptekt í Kanada. Gert er ráð fyrir að viðgerðinni ljúki í október eða nóvember.

Kostnaður vegna viðgerðar á hreyflunum er áætlaður rúmar 300 milljónir króna. Flugvélin átti að vera við eftirlitsstörf á Íslandsmiðum í sumar en af því gat ekki orðið vegna bilunarinnar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert