Tæring í hreyflum vélar Gæslunnar

Flugvél Landhelgisgæslunnar.
Flugvél Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

TF-SIF, eft­ir­lits­flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, hef­ur ekki verið til­tæk í allt sum­ar vegna al­var­legr­ar bil­un­ar í hreyfl­um vél­ar­inn­ar.

Við hefðbundna skoðun á vél­inni á Möltu sl. vor fannst tær­ing á ytra yf­ir­borði gír­kassa hreyfla vél­ar­inn­ar. Eft­ir nán­ari skoðun og sam­skipti við fram­leiðanda hreyfl­anna var ákveðið að taka þá af vél­inni og þeir send­ir í viðgerð og upp­tekt í Kan­ada. Gert er ráð fyr­ir að viðgerðinni ljúki í októ­ber eða nóv­em­ber.

Kostnaður vegna viðgerðar á hreyfl­un­um er áætlaður rúm­ar 300 millj­ón­ir króna. Flug­vél­in átti að vera við eft­ir­lits­störf á Íslands­miðum í sum­ar en af því gat ekki orðið vegna bil­un­ar­inn­ar. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert