Tveir sjúkrabílar voru sendir að gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar um hádegisbilið í dag eftir að umferðaróhapp varð þar.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu liggur ekki fyrir um hvort einhver eða einhverjir hafi verið fluttir á slysadeild eða um hvers konar umferðaróhapp var að ræða.