Bíða enn eftir niðurstöðum krufningar

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til Bolungarvíkur eftir að …
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til Bolungarvíkur eftir að líkin fundust. Ljósmynd/Aðsend

Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í Bolungarvík í lok maí er að mestu leyti lokið. Enn er beðið eftir endanlegum niðurstöðum krufningar og þangað til er ekkert hægt að segja til um dánarorsök fólksins.

Þetta segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.

Í tilkynningu í byrjun júní sagði lögreglan að endanlegrar niðurstöðu réttarkrufningar væri að vænta á næstu vikum en síðan er liðinn rúmlega tveir og hálfur mánuður.

Helgi segir að venju samkvæmt taki nokkurn tíma að fá niðurstöður sem þessar en að núna sé kominn tími á að þær berist. „Þær eru nauðsynlegar til að við áttum okkur á því hvað gerðist,“ segir hann.

„Rannsókninni hjá okkur er að mestu leyti lokið. Eins og þetta er núna er málið aðeins lagt til hliðar og beðið eftir niðurstöðum,“ bætir lögreglustjórinn við.

Fram kom í tilkynningu lögreglunnar á sínum tíma að ekkert benti til þess að andlátin hefðu borið að með saknæmum hætti. Engir ytri áverkar voru á hinum látnu sem skýrðu andlát þeirra.

Bolungarvík.
Bolungarvík. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka