„Ég virði þá ósk Sigríðar að mæta ekki til vinnu“

Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson.
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég virði þá ósk Sigríðar að mæta ekki til vinnu,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkisaksóknari í samtali við mbl.is, en undir hefðbundnum kringumstæðum hefði hann átt að hefja störf í dag eftir sumarfrí.

Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari krafði Helga á mánudag um að skila lykl­um og far­tölvu embætt­is­ins, en dró það svo til baka fáeinum tímum seinna.

Sig­ríður hef­ur óskað eft­ir því að Helgi verði leyst­ur frá störf­um tímabundið vegna kæru á hendur hans frá Solaris-samtökunum og vegna margum­ræddra um­mæla hans á samfélagsmiðlum.

Helgi segir að skilaboð Sigríðar séu skýr og að hann muni virða ósk hennar um að mæta ekki til starfa á meðan beiðni hennar, um að Helgi verði leystur frá störfum, er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert