Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir gosvirkni hafa haldist svipaða í kvöld. Frekar stöðugur kraftur sé í gosinu.
„Það streymir til norðvesturs og er einangrað á þessum tveimur sprungum,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is.
Ekki sé að sjá neina hreyfingu við Grindavíkurveg. Skyggni sé að vísu örlítið lélegt enda hraunið að kælast og mikil gufa sem fylgi því.
„En það á að lægja í nótt þá sést það betur,“ segir Sigríður.
Hún kveðst ekki hafa orðið var við frekari gufusprengingar líkt og urðu fyrr í dag er hraun komst í snertingu við grunnvatn.
„Svo náttúrulega klárast grunnvatnið svo það er ekkert til þess að tæta,“ segir Sigríður.